SPURT & SVARAÐ

-Móttökustaður fyrir ferðirnar okkar á Heinabergslóni er í Flatey. Flatey er staðsett
38 km vestur af Höfn og 415 km austur af Reykjavík.
Þú getur fundið okkur á google maps

-Móttökustaður fyrir ferðirnar okkar á Jökulsárlóni er við aðalbílastæði Jökulsárlóns. Móttökuvagninn okkar er staðsettur við aðalbílastæðið og er vel merktur Iceguide. Jökulsárlón er staðsett 80 km vestur af Höfn og 380 km austur af Reykjavík.
Þú getur fundið okkur á google maps

-Móttökustaður fyrir íshellaferðirnar okkar er breytilegur eftir vetrum og er alltaf auglýstur í ferðalýsingu hverju sinni.

Já við bjóðum upp á sérferðir og þjónustu í leiðsögn og ferðum.

Höfn – Jökulsárlón um 1 klst.

Reykjavík – Jökulsárlón um 4,5 klst.

Vík – Jökulsárlón um 1,5 klst.

Skaftafell – Jökulsárlón um 40 mín.

Höfn – Flatey um 30 mín.

Reykjavík – Flatey um 5 klst.

Vík – Flatey um 2 klst.

Skaftafell – Flatey um 1 klst.

 

Athugið að aksturstími er miðaður við bestu aðstæður.

Vertu í hlýjum útivistarfatnaði eins og góðum göngubuxum og flíspeysu.

Góðir sokkar eru nauðsynlegir og húfa.

Vertu í hlýjum útivistarfatnaði eins og góðum göngubuxum og flíspeysu.

Góðir sokkar eru nauðsynlegir og húfa.

Vetrartími á Íslandi getur verið mjög óútreiknanlegur. Hitastig á suðausturströnd Íslands yfir vetrartímann er venjulega á bilinu -5 gráður til +5 gráður.

Þumalputtareglan er alltaf 3-4 lög.

Grunnlag, nærbolur og nærbuxur, gerviefni eða ull.

Miðlag, eins og flísjakki, þykk ullarflík, primaloft jakki eða sambærilegt. Hægt er að bæta við öðru miðjulagi á kaldari dögum. Göngubuxur, flís eða softshell er góður kostur.

Vatnsheld skel er nauðsynleg í vetrarferðum. Jakki og buxur úr Gore-tex efni eða sambærilegu ættu alltaf að vera með.

Húfa, vettlingar og góðir sokkar skulu ávallt vera meðferðis.

Lítill bakpoki er nauðsynlegur fyrir aukabúnað, fatnað og slíkt.

Góðir gönguskór eru nauðsynlegir. Skórnir eiga að vera nógu háir til að veita góðan ökklastuðning

Við mælum með að hafa með sér nesti, svo sem samloku, orkustangir, þurrkaða ávexti o.s.frv. fyrir lengri ferðir auk drykkja.

Ef þátttakendur mæta of seint í ferðir og missa af ferðinni, er ferðin ekki endurgreidd. Vinsamlegast mættu á réttum tíma, við mælum með að þátttakendur séu mættir að minnsta kosti 15 mín fyrir brottfarartíma.

Við mælum með að þátttakendur  ferðist ekki langar vegalengdir sama dag og ferðin fer fram.

Við verðum að halda tímaáætlun. Við getum ekki beðið eftir þátttakendum.

Vertu undirbúinn, skoðaðu hvert á að mæta og athugaðu hversu langan tíma það tekur að komast þangað miðað við veðurspá og færð á vegum.

Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.

Það getur rignt mikið á Íslandi, við látum ekki rigningu hindra okkur í að fara út og njóta náttúrunnar. Stundum segjum við að það sé ekkert til sem heitir slæmt veður bara slæmt fataval. Náttúran aðlagast ekki að okkur, við verðum að aðlaga okkur að náttúrunni.

Auðvitað höfum við öryggi alltaf að leiðarljósi. Ef við metum sem svo að aðstæður séu ekki öruggar sökum veðurs, aflýsum við ferðum okkar og gerum okkar besta til að finna annan tíma eða færa brottfarir. Ef ferðin fellur alveg niður er hún endurgreidd að fullu.

Ef bókað er á netinu er hægt að greiða með greiðslukorti. Á móttökustöðum okkar er tekið við reiðufé og kortum.

Höfn er staðsett 37 km frá Heinabergi og Jökulsárlón er 77 km frá Höfn. Töluvert er af gististöðum á Höfn.

Það eru líka gistiheimili utan við Höfn og gistingar nær mótttökustöðum okkar. Hér eru nokkrar tillögur:

skalafell.is

smyrlabjorg.is

glacierview.is

brunnholl.is

holmurinn.is

jökulheima.is

lilja.is

hoteljokull.is

Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar á info@iceguide.is

Það kemur fyrir að ferðum okkar er aflýst vegna veðurs með stuttum fyrirvara. Ef ferðum er aflýst vegna veðurs munu þátttakendur fá fulla endurgreiðslu.

Við erum með 48 klukkustunda afbókunarreglu. Veitt er full endurgreiðsla ef þú aflýsir meira en 48 klukkustundum fyrir brottför. Hægt er að hætta við allar ferðir okkar vegna öryggisástæðna eða annarra náttúrulegra aðstæðna með stuttum fyrirvara. Tilvik eru metin hverju sinni.

Þú getur bókað á síðunni okkar iceguide.is

Einnig getur þú haft samband við okkur í síma +3546610900 eða með tölvupósti á info@iceguide.is

Ferðirnar okkar krefjast að líkamleg geta fólks þarf að vera í meðallagi góð . Fólk í yfirþyngd getur búist við því að eiga í erfiðleikum með að komast í þurrfatnað sem við útvegum í kajakferðirnar okkar. Ef þátttakandi kemst ekki í viðeigandi þurrfatnað verðum við því miður að vísa þeim einstaklingi frá sökum öryggis.

Þetta er auðvitað persónulegt val en konur við góða heilsu og fulla hreyfigetu ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að koma í ferðir.

Á Jökulsárlóni róum við á lóninu í u.þ.b. klukkustund, við stígum ekki á jökul/ ís í ferðunum. Oft fjölbreytt fuglalíf og selir sem gleðja augað.

Á Heinabergslóni róum við í um 1 ½ klst., við stígum fæti á jökulinn til að fá enn betra útsýni yfir lónið og umhverfið. Afar kyrrlátt umhverfi og kjörin leið til að hlaða batteríin.

Við mælum með að panta ferðirnar fyrirfram, við höfum takmarkað sætaframboð í flestar okkar ferðir.

Prófaðu annan vafra! Ef það hjálpar ekki hafðu samband við okkur á info@iceguide.is eða í síma 6610900.