ESJUFJÖLL

Esjufjöll í Breiðamerkurjökli

Esjufjöll í Breiðamerkurjökli teljast til jökulskerja og eru umlukin jökli á alla vegu. Fjalllendið er í 1100m hæð. Esjufjöll hafa að geyma fjölskrúðugt plöntulíf og óhætt er að segja að um sé að ræða einn stórbrotnasta stað landsins. Í ferðinni er gengið upp eftir Breiðamerkurjökli 16-18 km leið. Gangan er löng á frekar sléttum jökli, en fara þarf um nokkra ójafna kafla sem þræða þarf um jökulsprungur, þó án tæknilegra erfiðleika eða klifurs.

Gist er tvær nætur í vel útbúnum skála jöklarannsóknafélagsins í Skálabjörgum, við skálann er þurrsalerni. Ferðin tekur 3 daga í heildina. Á fyrsta degi er gengið uppeftir Breiðamerkurjökli að skála og ferðalangar koma sér fyrir. Annar dagur er notaður til skoðunarferða í Esjufjöllum. Landslagið í Esjufjöllum er stórbrotið, vert er að skoða jökullónið í Fossadal eða ganga á Lyngbrekkutind, svo fátt eitt sé nefnt. Á þriðja degi er svo gengið aftur sömu leið og komið var niður eftir Breiðamerkurjökli.

Ferðin er leidd af vönum, staðkunnugum jöklaleiðsögumönnum. Innifalið er allur nauðsynlegur jöklabúnaður og gisting í skála. Tilvalin ferði fyrir gönguhópa og einstaklinga.

BROTTFARIR Á DAGSKRÁ:
24-26 Júlí og 28-30 Ágúst

Hafið samband ef óskað er eftir öðrum tímasetningum

ERFIÐLEIKASTIG

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband við okkur hér.

Vegna ástandsins höfum við lokað á bókanir ákveðna daga á síðunni okkar. Ef þú ert að reyna að bóka ferð á degi sem er lokaður, endilega hafðu samband í gegnum tölvupóst info@iceguide.is eða í síma 6610900